7 dagar að Hormónajafnvægi
Matarplan sem styður við jafnvægi hormóna, sérstaklega hugsað fyrir konur 35+, en hentar öllum aldri, kynjum og formum.
Auðveld leið til að læra að borða hrein og grænt.
Planið inniheldur fjölbreyttan grænkeramat sem veitir nægar hitaeiningar og næringarefni fyrir flestar konur, að því gefnu að engir alvarlegir undirliggjandi sjúkdómar séu til staðar. Það er próteinríkt (um 100g+ prótein á dag) og býður upp á gott jafnvægi milli fitu, kolvetna og próteins. Hver dagur inniheldur á bilinu 1400–1700 hitaeiningar og yfir 25g af trefjum.
Planið er sett upp fyrir 7 daga og 4 máltíðir á dag. Ef þér líkar við þetta plan mæli ég með að lengja það í 21 dag. Það getur þú gert með því að fylgja degi 1 í 3 daga, degi 2 í 3 daga, og svo framvegis. Þessi nálgun sparar tíma í eldhúsinu þar sem þú getur undirbúið máltíðir fyrir 3 daga í einu og áhrifin verða miklu meiri og dýpri.
Ef þú vilt borða minna yfir daginn en planið leggur til, geturðu tekið út snarlið og fengið þér einn ávöxt í staðinn yfir daginn. Ef þú telur þig þurfa meira, geturðu bætt við snarli úr öðrum degi eða aukið próteinmagn í máltíðum, til dæmis með tofu eða baunum.
Til þess að fylgja líkamsklukkunni sem best og gangi himintunglanna, mæli ég með að borða morgunmat milli 7 og 8, hádegismat milli 11 og 12, snarl um kl 15 og kvöldmat milli 17:30 og 18:00. Jafnframt mæli ég með að borða ekkert eftir kl 18:00 og lágmarka vatnsdrykkju 2 tímum fyrir svefn.
Muna að drekka amk 2 lítra af vatni á dag.