Hamingjudropar í krukku
Hamingjudropar í krukku eru 72 staðfestingar sem hjálpa þér að staðfesta jákvæðan sannleika sem þú þegar veist innra með þér en við þurfum oft hjálp við að muna. Frábær leið til að byrja daginn og setja hann upp á jákvæðan, farsælan og árangursríkan hátt.
ATH! Hér getur þú pantað vöruna beint heim að dyrum. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Verð er í USD eins og er. Það er verið að vinna í að hafa verðið á íslensku.
Almennt verð fyrir 72 dropa í krukku er 3.990 kr og sendingarkostnaður 1000 sem gera um 35 USD.
Ef þú vilt sækja vöruna er best að panta í gegnum skilaboð á Facebook síðu Hamingjudropar eða Instagram.
https://www.facebook.com/hamingjudropar
https://www.instagram.com/hamingjudropar/
Það er líka hægt að senda póst á hamingjudropar@gmail.com
Hamingjudroparnir eru hannaðir til að styðja við "endurforritun" gamalla hugsanamynstra og innleiða ný og styrkjandi viðhorf. Með því að íhuga dropana reglulega, jafnvel daglega, og beina athyglinni að jákvæðum staðhæfingum, festum við þessi nýju viðhorf í taugakerfinu. Þannig breytum við smám saman því hvernig við sjáum okkur sjálf og lífið í heild.
Staðfestingar eru ekki bara orðin sem við segjum – þær eru verkfæri til sjálfsstyrkingar, hugarfarsbreytinga og aukinnar meðvitundar um það sem við viljum skapa í lífinu. Með daglegri iðkun gefum við okkur sjálfum gjöfina að rækta jákvæða orku og trú á okkur sjálf.
72 jákvæðar staðfestingar í krukku með gjafamiða og fullt af kærleika